Listmeðferð (Art therapy) er meðferðarúrræði sem snýst um nýta hina skapandi tjáningu, myndmálið og meðferðarsambandið sem leið að jafnvægi og betri líðan. Skjólstæðingurinn hefur frjálst val að nýta sér myndlistarefnivið s.s. málningu, leir, gifs eða fasta liti til að vinna úr reynslu sinni og tilfinningum með leiðsögn og stuðningi listmeðferðarfræðingsins. Í öruggu umhverfi og í traustu meðferðarsambandi er hægt að gera þennan flókna innri heim sýnilegan og finna leiðir að lausn með umræðum og úrvinnslu. Listmeðferð er ávallt ferli með upphaf, miðju og enda og þar sem hver tími byggir á öðrum og er undirstaðan traust í meðferðarsambandi. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og einstök fyrir skjólstæðinginn. Sama leið hentar ekki öllum og er leitast eftir að finna þá leið sem hentar einstaklingnum best.

Myndmálið er sterkt form tjáningar sem býr innra með öllum og eins og sjá má þróast barnateikningar jafnhliða vitþroska einstaklingsins. Myndmálið má nýta til tjáningar á tilfinningum, upplifunum, áföllum og reynslu og eru rannsóknir sem sýna fram á tengingar myndmálsins við minni og tilfinningasvið heila (Cohen, Noha-Hass 2008 Art Therapy and Neuroscience). Úrvinnsla á þennan hátt styður við áfallaúrvinnslu og leiðir til jafnvægis.

Listmeðferð byggir á psychodynamískum grunni og kenninga um sköpunarferlið. Er litið til helstu kennismiða tenglsamyndunarkenninga (object relation theories) s. s D.W. Winnicott, Bowlby, Einsworth, M. Klein osfrv.

Panta má tíma í síma 6963343 eða á solveigkatrin@gmail.com

Listmeðferðarstofan Sköpun Dugguvogi 10, 108 Reykjavík

One thought on “Listmeðferð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s