Listmeðferð
Margir geta nýtt sér listmeðferð sem leið að jafnvægi og bættri líðan. Kvíði, þunglyndi, áföll og erfiðleikar setja mark sitt á einstaklinga og eru oft dragbítur sem erfitt er að kljást við. Listmeðferð býður upp á leið þar sem skapandi máttur einstaklingsins er nýttur til að vinna úr flækjum innri hugarheims og tilfinninga á öruggan hátt. Myndmálið birtir oft nýja sýn á vandann og hjálpar að finna leiðir að lausn.
Í listmeðferð er áherslan á traust og öryggi í meðferðarsambandi til að úrvinnsla á tilfinningum/áföllum geti átt sér stað. Sköpunarferlið hjálpar einstaklingnum að tjá þennan innri hugarheim og skapar tilfinningu fyrir stjórn og yfirsýn í meðferðarferlinu. Listmeðferðarfræðingurinn aðstoðar einstaklinginn að vinna úr tilfinningum sínum og finna leiðir að lausn.
Allir eru skapandi á sinn hátt og margar lausnaleiðir fást ef hinn skapandi kraftur er leystur úr læðingi. Skjólstæðingurinn er þannig þáttakandi í eigin meðferð og stýrir algjörlega sköpunarferlinu með frjálsu vali í efniðvið, þar sem allt er rétt og leyfilegt innan ramma meðferðar.
Meðferðarferlið byggir á samfelldum tímum í a.m.k. 10 skipti þar sem ákveðið ferli þarf að eiga sér stað til að úrvinnsla geti átt sér stað. Mikilvægt er að hafa samfellu í meðferð.
Skapandi Námskeið fyrir fullorðna
Málað frá hjartanu
Sólveig Katrín hefur haldið ýmis sjálfsræktarnámskeið fyrir fullorðna til að hjálpa þeim að tengjast skapandi mætti sínum og opna fyrir sköpunarkraftinn. Námskeiðin kallast “Málað frá hjartanu”. Hún hefur áhuga á birtingu undirmeðvitundar og draummynda í verkum og nýtir ýmsar leiðir hugleiðslu og trommuleiðslu til að hjálpa að tengjast hinum ýmsu arfmyndum dýpri vitundar okkur. Þessar ókönnuðu svæði okkar innri verundar fær svo birtingarmynd í verkunum. Þessi leið hentar fólki sem hefur áhuga á aukinni sjálfsþekkingu og tengingu við innsæi sitt og dýpri veruleika sinn. Einnig er hægt að fá þessa nálgun í einkatímum. Þessir tímar eru einkum ætlaðir fullorðnum.