Listmeðferðarstofan Sköpun var stofnuð 2005. Hér er boðið upp á listmeðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna. Listmeðferð er skapandi leið til úrvinnslu á erfiðum tilfinningum, áföllum og vanlíðan. Listmeðferð er undir handleiðslu menntaðs listmeðferðarfræðings sem hjálpar einstaklingnum að tjá líðan sína með myndmáli með ólíkum myndlistarefniviði. Úrvinnsla er bæði ferlið sjálft, umræður og speglun í verkið, en fer eftir aldri skjólstæðings hvernig innsýnin birtist. Úrvinnsla, upplifanir og áföll finna sér farveg á óyrtan hátt og er fundin leið að lausn, vellíðan og heilbrigði í ferlinu.

Sólveig Katrín Jónsdóttir er listmeðferðarfræðingur MSc frá Queen Margaret University í Edinborg frá árinu 2004 og hefur starfað síðan bæði sjálfstætt hjá Sköpun og á geðsviði LSH bæði á Kleppi og Barna-og unglingageðdeild, BUGL. Hún hefur starfað á BUGL síðan í janúar 2014 og er einnig á einkastofu sinni og býður upp á einkatíma í listmeðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna. Sólveig hefur unnið með fólk á öllum aldri sem er að takast á við áföll, eiga við andlega erfiðleika að stríða, kvíða, þunglyndi, lága sjálfsmynd osfrv.
Hægt er að panta tíma hjá Sólveigu á netfangið solveigkatrin@gmail.com eða í síma 6963343.